Friday, December 14, 2012

Dagskráin næstu vikur

Það er æfing í dag eins og aðra föstudaga klukkan 3.00 í Fylkishöll. Skólarnir loka í næstu viku og því verður enginn æfing á miðvikudaginn 19.des í næstu viku. Síðasta æfing fyrir jól er Föstudaginn 21.desember og verður Hildur þjálfari 6.flokk með hana þar sem ég verð farinn til Vestmannaeyja.  Við byrjum aftur Föstudaginn 4.janúar í Fylkishöll og eftir það er venjuleg æfingatafla.

Það styttist svo í næsta mót hjá okkur en það er helgina 01.-03. febrúar  í Umsjón HK. Stelpur verið duglegar að æfa ykkur í handbolta yfir jólin ;)

Stelpurnar hafa mikið verið að tala um hvort það eigi ekki að vera skemmtikvöld fljótlega þar sem farið er t.d í keilu, skauta, bío, pizzuveisla, horfa á leik með Fylki saman eða jafnvel skemmtigarðinn. Það er foreldraráð sem á að ákveða hvort eitthvað svona er gert. En þar sem við erum ekki með foreldraráð mæli ég með að 2-3 mömmur/pabbar komi sér saman og ákveði skemmtilkvöld. Það væri ekki vitlaust að stefna að þessu í janúar-febrúar.



Gleðileg Jól Kveðja
Þjálfari : Hilmar Á Björnsson

No comments:

Post a Comment