Friday, December 28, 2012


: Uppákoma fyrir krakka eftir leik Íslands og Túnis

 

Sæl öll

 

Eftir seinni leik Íslands og Túnis þá mun HSÍ vera með uppákomu fyrir krakka þar sem þau fá að hitta landsliðsmenn og konur, fá að láta taka af sér myndir með þeim, fá áritaðar myndir og spreyta sig á handboltaþrautum.

 

Þessi uppákoma byrjar strax eftir leikinn á laugardag, og stendur í klukkutíma.

 

Vinsamlegast látið sem flesta af ykkar krökkum vita af þessu.

 

Þessi uppákoma verður líka kynnt í fjölmiðlum í dag og á morgun.

 

Kær kveðja

 

Árni Stefánsson

Verkefnastjóri fræðslu

 

Monday, December 17, 2012

Það er komið JÓLAFRÍ

Dagskráin næstu vikur

Það er enginn æfing föstudaginn 21.des eins og ég var buin að segja.... Fylkishöll er lokuð föstdaginn 21.des þannig að stelpurnar eru komnar í langt jólafrí. Við byrjum aftur Föstudaginn 4.janúar í Fylkishöll og eftir það er venjuleg æfingatafla.

Gleðileg jól








Gleðileg Jól, hlakka til að sjá ykkur á nýju ári Kveðja
Þjálfari : Hilmar Á Björnsson

Friday, December 14, 2012

Dagskráin næstu vikur

Það er æfing í dag eins og aðra föstudaga klukkan 3.00 í Fylkishöll. Skólarnir loka í næstu viku og því verður enginn æfing á miðvikudaginn 19.des í næstu viku. Síðasta æfing fyrir jól er Föstudaginn 21.desember og verður Hildur þjálfari 6.flokk með hana þar sem ég verð farinn til Vestmannaeyja.  Við byrjum aftur Föstudaginn 4.janúar í Fylkishöll og eftir það er venjuleg æfingatafla.

Það styttist svo í næsta mót hjá okkur en það er helgina 01.-03. febrúar  í Umsjón HK. Stelpur verið duglegar að æfa ykkur í handbolta yfir jólin ;)

Stelpurnar hafa mikið verið að tala um hvort það eigi ekki að vera skemmtikvöld fljótlega þar sem farið er t.d í keilu, skauta, bío, pizzuveisla, horfa á leik með Fylki saman eða jafnvel skemmtigarðinn. Það er foreldraráð sem á að ákveða hvort eitthvað svona er gert. En þar sem við erum ekki með foreldraráð mæli ég með að 2-3 mömmur/pabbar komi sér saman og ákveði skemmtilkvöld. Það væri ekki vitlaust að stefna að þessu í janúar-febrúar.



Gleðileg Jól Kveðja
Þjálfari : Hilmar Á Björnsson

Wednesday, December 12, 2012

Minnum foreldra á frístundastyrk Reykjavíkurborgar 2012 sem rennur út um áramótin. Endilega skráið ykkur inn á Rafræn Reykjavík og ráðstafið honum. Annars fyrnist hann.

Kveðja
BUR

Friday, December 7, 2012

 
Senda þarf:
Nafn barns:
Kennitölu barns:
Nafn foreldra:
Kennitölu foreldra:
símanúmer foreldra:

Thursday, December 6, 2012

Heil og sæl.

Árbæjarskóli og Norðlingasskóli loka húsum sínum 15.desember í ár.- Svo æfingarnar sem eru í þeim húsum falla niður eftir 15.desember.  Æfingar í Fylkishöllinni verða áfram. Þjálfarar mun gefa ykkur dagskránna í desember.

Í tilefni af EM- hvetjum við krakkana að bjóða vinum með sér á æfingu í desember til að prófa.

Kveðja
Barna og unglingaráð Fylkis