Thursday, November 22, 2012

Barna og unglingráð vil minna foreldra á að ganga frá æfingagjöldum sem fyrst. Ef æfingagjöld hafa ekki verið greidd fyrir iðkanda er honum ekki heimilt að taka þátt í mótum sem flokkurinn fer á (gildir frá 1. nóvember fyrir haustönnina og 1. mars fyrir vorönnina).

Tuesday, November 20, 2012


Frístundavagn Fylkis mun frá og með 17. september 2012 til 30. apríl 2013 keyra samkvæmt meðfylgjandi skipulagi í tengslum við æfingar í Norðlingaholti, í Árbæjarskóla og á Fylkissvæðinu við Fylkisveg.  Vagninn verður í fríi í kringum jólin (15. desember til 6. janúar) og í kringum páskana ( 23. mars til 1. apríl ).

Sú breyting hefur verið gerð frá fyrra skipulagi að vagninn er á ferðinni milli kl. 14:00 og 17:00. Einnig geta iðkendur nýtt sér vagninn til og frá æfingum en ekki bara á æfingastað eins og fyrirkomulagið var.

 Félagið áskilur sér rétt til að gera breytingar á þessari áætlun vegna mögulegrar breytinga á fjármögnum, æfingatímum og þátttöku. 

Ferðirnar eru aðallega fyrir krakka í 1. til 4. Bekk í grunnskólum hverfisins: Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, Selásskóla og Norðlingaskóla.  Eldri krakkar geta nýtt sér ferðirnar sé pláss.

Skráning í frístundavagninn fer fram á heimasíðu Fylkis www.fylkir.com.  Allir sem ætla að nýta sér vagninn verða að skrá sig ( líka eldri ).  

Dagskrá vagnsins verður gefin út á heimasíðu Fylkis og er mikilvægt að fylgjast vel með þeim breytingum sem upp kunnu að koma. Það þarf ekki að greiða sérstaklega fyrir að fara með vagninum eins og staðan er núna.

Starfsmaður frístundaheimilis mun fylgja þeim sem skráðir eru í frístundaheimili að vagninum.

Þar sem enginn auka starfmaður verður í vagninum er það á ábyrgð foreldra að börnin fari út á réttum stað og skili sér á æfingu.                                     

Þeir krakkar sem eru með töskur og föt geta geymt það á æfingastaðnum meðan æfingin er.                               Eftir að æfingu er lokið eru krakkarnir á ábyrgð foreldra. 

Mikilvægt er að foreldrar séu vel vakandi fyrir því hvernig dagskrá hópsins er sem barnið er að æfa með.  Æfingar geta fallið niður og stundum er æfingatíma breytt.

Vagninn bíður ekki eftir neinum heldur leggur af stað á umræddum tíma.

Vakni einhverjar spurningar skal þá hafa samband við íþróttafulltrúa Fylkis Hörð Guðjónsson                                      hordur@fylkir.com / 571-5604.  Einnig eru allar ábendingar vel þegnar.

Wednesday, November 14, 2012

Mót laugardaginn  17. nóvember í umsjón Fram


Mæting Hálftíma fyrir leik í Íþróttahús Fram. Hvert lið leikur fjóra leiki. Fylkir mætir klukkan 8.00 á laugardags morgun þar sem þær eiga fyrsta leik 8.30 og FylkirII mætir 12.12 þar sem þær eiga fyrsta leik klukkan 12.42. Stelpurnar eiga að mæta með appelsínugula búninga/boli, svartar stuttbuxur og hvíta sokka. Gott er að stelpurar hafi hollt og gott nesti milli leikja.

Fylkir á leiki 8.30 á móti ÍR, 8.54 á móti Fram, 09.42 á móti Haukum og 10.18 á móti Val
 
FylkirII á leiki 12.42 á móti Gróttu, 13.06 á móti Selfossi, 13.18 á móti HK og 13.42 á móti Stjörnunni

Fylkir : Katrín Erla, Katrín Vala, Halla María, Svava Lind

FylkirII : Saga Steinunn, Aldís, Elísa María, Linda Björg, Birta

Foreldrar látið vita ef barnið á ekki búning, Barna og unglingaráð gæti átt auka búninga. Einnig er mikilvægt að láta vita ef barnið kemst ekki, þar sem Fylkir er með akkurat í lið og FylkirII með einn varamann. Ef forföll eru í Fylkir þarf að taka stelpu úr FylkirII. Ef fleiri en tvær stelpur detta út gæti ég þurft að fá eina stelpua til að spila með báðum liðum :)

Hilmar Ágúst Björnsson

Hab16@hi.is

Wednesday, November 7, 2012

BREYTTUR TÍMI Á FORELDRAFUNDI. Fundurinn átti að vera í dag miðvikudaginn 7.10 en færist til fimmtudagsins 8.10 klukkan 20.00 . Það voru bara þrjár sem mættu á æfingu á föstudaginn  útaf óveðrinu og því ekki hægt að láta stelpurnar fara heim með miða.

 

Foreldra fundur fimmtudaginn 8.nóv Klukkan 20.00



Kæru Foreldrar í 7-8.flokki kvenna
Nú er styttist í fyrsta mótið hjá stelpunum en það verður heldið helgin 16.-18. Nóvember í Umsjón Fram. Verður því haldin foreldra fundum fimmtudaginn 8.Nóv klukkan 20.00 í Fylkishöll. 
Hafið samband við þið komist ekki
Kveðja Þjálfari

Hilmar Á Björnsson

8689971 – hab16@hi.is

Tuesday, November 6, 2012


Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fjölmenna á Villibráðarkvöld Fylkis og kynnast aðeins betur.

Hið árlega Villibráðarkvöld Fylkis verður haldið laugardaginn 17. nóvember. Handknattleiksdeildin hefur staðið fyrir þessum viðburði síðustu ár og er þetta nú eitt glæsilegasta villibráðarhlaðborð landsins. Í fyrra urðu því miður margir frá að hverfa þar sem miðar seldust upp. Að þessu sinni flytjum við því hátíðina upp í Fáksheimili sem rýmra verður um mannskapinn og hægt að taka á móti fleiri gestum.
Veislustjórnin verður að þessu sinni í höndum Bjarna töframanns og einhver skemmtiatriði verða að auki. Áður en matarveislan hefst verður vínkynning; það verður happdrætti með fjölda glæsilegra vinninga og að borðhaldi loknu mun hljómsveitin Með allt að láni leika fyrir dansi líkt og undanfarin ár. Miðaverð er kr. 6.900 og hefst miðasala í afgreiðslu Fylkishallar í byrjun nóvember.
Allir Fylkismenn og aðrir unnendur góðrar villibráðar eru hvattir til að mæta - en þarna fá menn með í kaupunum skemmtun og dansleik til viðbótar við frábært villibráðarhlaðborð, um leið og menn styðja við bakið á mikilvægu íþróttastarfi hjá Fylki.
Líkt og undanfarin ár er matseðillinn einstaklega glæsilegur:

Forréttir:
Hreindýrapaté með sultuðum rauðlauk og heimalöguðu rifsberjahlaupi
Grafið lamb með bláberja-vinaigrette
Grafið og reykt nautafile með piparrótarrjóma
Gæsapaté
Villibráðar-tartar með capers og piparrót
Grafnar gæsabringur
Heitreyktar gæsabringur með jarðarberjasósu
Lax í sítrus
Reykt silungamús með hvítlaukssósu
Laxatartar með capers og lime
Heitreykt önd mað jarðarberjasósu og sesam-rucola
Aðalréttir:
Hreindýrabollur í gráðostasósu
Villikryddaðar gæsabringur
Lamba læri í kryddjurtum
Meðlæti:
Ferskt grænmeti
Waldorf salat
Gratin kartöflur
Rifsberjasulta og rauðlaukssulta
Rauðvínslegnar perur
Villibráðarsósa
Nýbakað brauð
Eftirréttur:
Súkkulaðikaka með berjum og rjóma

Friday, November 2, 2012

Foreldra fundur miðvikudaginn 7.nóv Klukkan 20.00



Kæru Foreldrar í 7-8.flokki kvenna

Nú er styttist í fyrsta mótið hjá stelpunum en það verður heldið helgin 16.-18. Nóvember í Umsjón Fram. Verður því haldin foreldra fundum miðvikudaginn 7.Nóv klukkan 20.00 í Fylkishöll. 

Hafið samband við þið komist ekki

Kveðja Þjálfari

Hilmar Á Björnsson

8689971 – hab16@hi.is