Monday, May 5, 2014

Hæ hæ


Uppskeruhátíð yngri flokka handboltans verður í Fylkishöll fimmtudaginn 8. maí kl. 17:00. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði, þjálfarar fara yfir gang mála í vetur og veita viðurkenningar. Allir iðkendur og foreldrar eru hvattir til að fjölmenna á uppskeruhátíðina. Eins og áður þá sameinumst við um veitingar og eru foreldrar vinsamlegast beðnir að koma með heimabakstur o.þ.h. á hátíðina en drykkir verða í boði BUR.


Æfingum er lokið þetta tímabilið, nýtt tímabil hefst í lok sumars og verður auglýst þá.
Ég vona að ég sjá sem flestar stelpur til að mæta í haust.


Með kveðju.
Diljá Mjöll, Sími: 894-2921

Monday, April 14, 2014

Frí um páskana

Það er frí á æfingum þessa vikuna, vegna páskafrís.


Næsta æfing er á þriðjudaginn eftir páska 22. apríl.
Sjáumst hressar


Diljá Mjöll

Tuesday, April 1, 2014

Selfossmótið

Hæ hæ stelpur og foreldrar


Nú um helgina 4-5 apríl verður mót á Selfossi.


Við ætlum að hittast við Fylkishöllina á föstudaginn klukkan 13:45, lagt af stað um 14:00
Fyrsti leikur er klukkan 16:00 og ætlum við að koma okkur fyrir og fá okkur smá snarl fyrir leik.
Ef einhverjar þurfa að fá frí í skólanum, minni ég foreldra að hringja í skólana.


Leikjaplanið er á: http://hsi.is/motamal/yngri-flokkar/5.-8.-flokkur/




Lið 1:
Katrín, Kata, Halla, Svava, Saga


Lið 2:
Aldís, Sigríður, Dóró Thea, Heiður, Elísa


Lið 3:
Fríða, Helena, Linda, Matthildur, Sara, Theodóra




Gott að hafa mér sér, listinn ekki tæmandi:
  • Svefnpoki / sæng + koddi
  • Dýna / vindsæng + lak á dýnuna, mjög mikilvægt að vera með einbreiða dýnu.
  • Sundföt + Handklæði
  • Náttföt
  • Tannbursta + Tannkrem
  • Innanhússskó
  • Mikið af appelsínugulum fötum (Fylkis galla)
  • Hvíta sokka
  • Svartar stuttbuxur
  • Keppnistreyju
  • Vatnsbrúsa, merkja vel.
  • Úlpa + húfa + vettlingar
  • Auka föt
  • Auka nærföt
  • Stelpur að muna eftir teyjum í hárið og öðru stelpu dóti.
  • Góða skapið og allir að vera vinir og stilltir og prúðir,  Fylkir er alltaf prúðasta liðið.
Muna að merkja allann fatnað og annað sem krakkarnir koma með


Foreldrar eru beðnir um að hjálpast að við að taka til í skólastofum eftir mót og sjá til þess að stofunum sé skilað af sér eins og við komum að þeim.
Á mótinu:


Á móti sem þessu eru næg verkefni fyrir foreldra. Þó þú hafir ekki gefið kost á þér sem aðstoðarmaður þá er öll aðstoð vel þegin.
Framkoma:


Að lokum viljum við minna foreldra á góða siði og drengilega framkomu á mótinu. Drögum ekki í efa hæfni dómara svo leikmenn heyri til. Foreldrar og stuðningsmenn liða endurspegla þann anda sem er í hverju félagi. Verum okkar félagi til sóma.


Allt kostar þetta nú einhverja peninga, heildarkostnaðurinn er 5.500,- á hvern iðkenda.


Innilfaið er: mótsgjald, kvöldmatur á föstudegi, morgun og hádegismatur á laugardegi.


Greiða til þjálfarans þegar við hittumst niður í Fylkishöll.
 
Allir koma með hollt og gott nesti til að borða á milli leikja og til að narta í á kvöldin.


 

Hafið endilega samband ef eitthvað er óljóst

Diljá Mjöll Aronsdóttir, þjálfari


Sími: 894-2921


 

Tuesday, March 18, 2014

Selfossmótið


Nú er komið að Selfossmótinu sem verður helgina 4-6 apríl.

  • Það byrjar föstudaginn 4.apríl klukkan 4 og lýkur á laugardeginum 5.apríl um hádegi. Svo taka strákarnir við.
  • Við Fylkisstelpurnar ætlum að hittast niðrí Fylkishöll á föstudeginum 4.apríl og para okkur saman í bíla ef þarf. Læt vita með tíma síðar þegar við vitum hvenær fyrsti leikur hjá okkur er.
  • Allir eiga að koma með 5500 krónur til mín þegar við hittumst niðrí Fylkishöll þann 4.apríl. Inní þessum 5500 krónum er gisting í eina nótt, tvær heitar máltíðir og morgunverður. Semsagt heit máltíð á föstudagskvöldinu og laugardags hádeginu og morgunmatur á laugardeginum.
  • Við gistum í Vallaskóla og borðum allan mat þar.
  • Það er keppt í íþróttahúsi Vallskóla og íþróttahúsi FSU það eru 50 metrar á milli þessara húsa.
  •  Maður þarf að vera skráður í NORA kerfið ef maður ætlar að taka þátt í þessu móti.
  • Þið sendið póst á mitt netfang dmjoll@hotmail.com með því að skrá stelpuna ykkar á mótið og ef einhver af ykkur foreldrum viljið gista með mér og stelpunum.

Tuesday, January 28, 2014

Mót á sunnudaginn, 2. febrúar

Hæ hæ


Smá breyting á plani miðað við blaðið sem iðkendur fengu með sér heim af æfingu.


Mót haldið hjá HK í Kórnum í Kópavogi


Fylkir:


  • Mæting: Sunnudaginn 2. Feb, klukkan 11:00
  • Katrín, Kata, Saga, Halla, Svava, Dóró Thea
  • Dóra Thea er færð í þetta lið þar sem hún er í pössun hjá Höllu.


Fylkir 1:


  • Mæting: Sunnudaginn 2. Feb, klukkan 8:30
  • Aldís, Sigríður, Heiður, Linda, Elísa


Fylkir 2:


  • Mæting: Sunnudaginn 2. Feb, klukkan 12:40
  • Linda, Elísa, Sara, Rakel, Fríða, Helena
  • Linda og Elísa í Fylkir 1 og 2, athugið verðið að mæta klukkan 8:30

Taka með sér: Keppnisbúning, svartar stuttbuxur, hvíta sokka.

Alls ekki gleyma að taka með: hollt og gott nesti og vatnsbrúsa.

 

Fara svo snemma að sofa á laugardagskvöldið, svo þið verðið hressar og haldið áfram að spila svona vel eins og í hinum mótunum.


Munið svo: helgina 4.-6. Apríl spilum við á móti á Selfossi og það er sleepover.


Vinsamlegast staðfestið komu með því að svara hér, eða hringja í mig.
kveðja, Diljá, sími 894-2921



Sunday, January 12, 2014

Nýr æfingatími!!!

Stelpur það er búið að breyta æfingatímunum. Æfingarnar eru ekki lengur á miðvikudögum klukkan 15:40 heldur er æfingin í staðin á þiðjudögum klukkan 15:00-16:00 í FYLKISHÖLL! :)
Það er strax æfing núna á þirðjudaginn og ekki á miðvikudaginn.
Sjáumst sprækar þá og með góða skapið.


Kv. Diljá Þjálfari

Thursday, January 2, 2014

Fyrsta æfing á miðvikudaginn 8.Janúar !!!

Hæ hæ stelpur og gleðilegt ár.
Vonandi voruði góðar, borðuðuð hollt og fóruð útað hlaupa í jólafríinu ykkar, joke, það er jólafrí og þá á maður að borða mikið.

Æfingar byrja aftur miðvikudaginn 8. Janúar, klukkan 15:40 í Árbæjarskóla.
Allar að mæta, þið fáið smá glaðning á fysrtu æfingunni.

Bráðum verðum við svo með pizzu partý og gerum eitthvað skemmtilegt saman, auglýsi það betur síðar.

Fyrsta mótið eftir áramót, verður um mánaðarmótin janúar og febrúar, verðum að undirbúa okkur vel fyrir það.


Kveðja, Diljá