Nú er komið að
Selfossmótinu sem verður helgina 4-6 apríl.
- Það byrjar föstudaginn 4.apríl klukkan 4 og lýkur á laugardeginum 5.apríl um hádegi. Svo taka strákarnir við.
- Við Fylkisstelpurnar ætlum að hittast niðrí Fylkishöll á föstudeginum 4.apríl og para okkur saman í bíla ef þarf. Læt vita með tíma síðar þegar við vitum hvenær fyrsti leikur hjá okkur er.
- Allir eiga að koma með 5500 krónur til mín þegar við hittumst niðrí Fylkishöll þann 4.apríl. Inní þessum 5500 krónum er gisting í eina nótt, tvær heitar máltíðir og morgunverður. Semsagt heit máltíð á föstudagskvöldinu og laugardags hádeginu og morgunmatur á laugardeginum.
- Við gistum í Vallaskóla og borðum allan mat þar.
- Það er keppt í íþróttahúsi Vallskóla og íþróttahúsi FSU það eru 50 metrar á milli þessara húsa.
- Maður þarf að vera skráður í NORA kerfið ef maður ætlar að taka þátt í þessu móti.
- Þið sendið póst á mitt netfang dmjoll@hotmail.com með því að skrá stelpuna ykkar á mótið og ef einhver af ykkur foreldrum viljið gista með mér og stelpunum.
No comments:
Post a Comment