Handboltaakademía Fylkis verður milli jóla og ný árs, 27.des / 28.des /
30.des.
Boðið verður upp á akademíu bæði fyrir stráka og stelpur í 5. og
6. flokki Verð: 4900 kr (svo er 5% afsláttur í NORA) innifalið 3 x 1,5
tíma æfingar og bolur. Einnig námskeið fyrir
7.- 8 flokk: 3500 kr innifalið
3 x 60 mín æfingar og bolur. Úrvals þjálfarar. Einstaklingsmiðuð
þjálfun, krakkarnir tóku miklum framförum á akademíunni í fyrra.
Skiptingin er: Stelpur 5. og 6. flokkur 10.15 - 11.45. Strákar 5. og 6.
flokkur 13:00 - 14.30.
7-8 flokkur stelpur/strákar saman frá klukkan 12.00
til 13.00. Takmarkaður fjöldi kemst á akademíuna. Fyrstir koma fyrstir
fá. - Tilvalið í jólapakkann. - Skráning hefst í dag á https://fylkir.felog.is/