Nú
er handboltavertíðin hafin og æfingar hjá öllum yngri flokkum byrja í þessari
viku.
Mikilvægt
er að foreldrar skrái börnin sín strax í nýja skráningarkerfið sem Fylkir hefur
tekið í notkun. Ef þið hafið ekki notað þetta áður þá þarf að nýskrá barnið í
fyrstu en síðan er barnið skráð á hvert og eitt námskeið sem það hyggst taka
þátt í. Nora skráningakerfið er
aðgengilegt á heimasíðu Fylkis fylkir.com
og þar er einnig að finna handbók sem leiðir ykkur áfram. Ef eitthvað er óljóst í sambandi við
skráningarferlið þá endilega hafið samband við starfsfólk Fylkishallar.
Hér
koma nokkrar gagnlegar upplýsingar varðandi fyrirkomulag æfingargjalda
handboltans þennan vetur.
- Þeir sem fullgreiða
æfingargjöldin fyrir lok 30. September fá 10% staðgreiðsluafslátt af
æfingargjöldunum
- Systkinaafsláttur er 5%
sem reiknast á öll systkin
- Það er 5% millideildarafsláttur
milli allra deilda innan Fylkis
- Hægt er að greiða með
kreditkorti eða greiðsluseðli og dreifa greiðslum til 3. mánaða. Athugið
að kr. 390 leggst ofan á hverja greiðslu greiðsluseðla.
Frístundavagn Fylkis
mun frá og með 9. september 2013 til 30. apríl 2014 keyra samkvæmt skipulagi í tengslum við æfingar í
Norðlingaholti, í Árbæjarskóla og á Fylkissvæðinu við Fylkisveg. Hægt er
að sjá áætlun frístundavagnsins á heimasíðu Fylkis fylkir.com
Foreldrar eru eindregið hvattir til að nýta sér þennan þægileg fararmáta
fyrir barnið.