Uppskeruhátíð yngri flokka handboltans verður í Fylkishöll mánudaginn
13.maí. maí kl. 17:30. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði, þjálfarar
fara yfir gang mála í vetur og veita viðurkenningar. Allir iðkendur og
foreldrar eru hvattir til að fjölmenna á uppskeruhátíðina. Eins og áður
þá sameinumst við um veitingar og eru foreldrar vinsamlegast beðnir að
koma með heimabakstur á hátíðina en drykkir verða í boði BUR.