Tuesday, April 1, 2014

Selfossmótið

Hæ hæ stelpur og foreldrar


Nú um helgina 4-5 apríl verður mót á Selfossi.


Við ætlum að hittast við Fylkishöllina á föstudaginn klukkan 13:45, lagt af stað um 14:00
Fyrsti leikur er klukkan 16:00 og ætlum við að koma okkur fyrir og fá okkur smá snarl fyrir leik.
Ef einhverjar þurfa að fá frí í skólanum, minni ég foreldra að hringja í skólana.


Leikjaplanið er á: http://hsi.is/motamal/yngri-flokkar/5.-8.-flokkur/




Lið 1:
Katrín, Kata, Halla, Svava, Saga


Lið 2:
Aldís, Sigríður, Dóró Thea, Heiður, Elísa


Lið 3:
Fríða, Helena, Linda, Matthildur, Sara, Theodóra




Gott að hafa mér sér, listinn ekki tæmandi:
  • Svefnpoki / sæng + koddi
  • Dýna / vindsæng + lak á dýnuna, mjög mikilvægt að vera með einbreiða dýnu.
  • Sundföt + Handklæði
  • Náttföt
  • Tannbursta + Tannkrem
  • Innanhússskó
  • Mikið af appelsínugulum fötum (Fylkis galla)
  • Hvíta sokka
  • Svartar stuttbuxur
  • Keppnistreyju
  • Vatnsbrúsa, merkja vel.
  • Úlpa + húfa + vettlingar
  • Auka föt
  • Auka nærföt
  • Stelpur að muna eftir teyjum í hárið og öðru stelpu dóti.
  • Góða skapið og allir að vera vinir og stilltir og prúðir,  Fylkir er alltaf prúðasta liðið.
Muna að merkja allann fatnað og annað sem krakkarnir koma með


Foreldrar eru beðnir um að hjálpast að við að taka til í skólastofum eftir mót og sjá til þess að stofunum sé skilað af sér eins og við komum að þeim.
Á mótinu:


Á móti sem þessu eru næg verkefni fyrir foreldra. Þó þú hafir ekki gefið kost á þér sem aðstoðarmaður þá er öll aðstoð vel þegin.
Framkoma:


Að lokum viljum við minna foreldra á góða siði og drengilega framkomu á mótinu. Drögum ekki í efa hæfni dómara svo leikmenn heyri til. Foreldrar og stuðningsmenn liða endurspegla þann anda sem er í hverju félagi. Verum okkar félagi til sóma.


Allt kostar þetta nú einhverja peninga, heildarkostnaðurinn er 5.500,- á hvern iðkenda.


Innilfaið er: mótsgjald, kvöldmatur á föstudegi, morgun og hádegismatur á laugardegi.


Greiða til þjálfarans þegar við hittumst niður í Fylkishöll.
 
Allir koma með hollt og gott nesti til að borða á milli leikja og til að narta í á kvöldin.


 

Hafið endilega samband ef eitthvað er óljóst

Diljá Mjöll Aronsdóttir, þjálfari


Sími: 894-2921


 

No comments:

Post a Comment